Gæðastarf og markaðsstarf – hver er tengingin?

quality_ldf_226x150Hvernig tengist gæðastarf og markaðsstarf í menntastofnunum? Í þessari bloggfærslu langar mig til að velta þessu fyrir mér.

Í gæðastarfi og innleiðingu gæðastjórnunar í menntastofnunum fellst aukinn fókus nemendur og þá ekki síst hvernig þjónustu nemendur fá. Kotler skiptir menntastofnunum í tvennt hvað þetta varðar í annað hvort móttækilegar stofnanir (responsive) og ómóttækilegar (unresponsive). Þær ómóttækilegu huga lítt að þjónustu við nemendur og ánægju þeirra í námi. Þar ríkir ópersónulegt skrifræði, strangar reglur og þar er lítið hugað að þróun náms. Móttækilegar stofnanir aftur á móti leggja sig fram um að kanna ánægju með nám og þjónustu og vinna markvisst að því að koma til móts við þarfir nemenda sinna og bæta þjónustuna (Kotler 1995).

Kotler (1994) hefur jafnframt bent á það að velgengni í viðskiptum ræðst ekki af því sem framleitt er heldur af viðskiptavininum. Það að viðskiptavinur sé ánægður með þjónustu eða vöru sé oft á tíðum úrslitaatriði í því hvort fyrirtæki nær flugi eða ekki. Ánægja viðskiptavina er því lykilatriði og aðal verkfærið í að ná þessu fram er að mati Kotler markaðsstarf.

Með innleiðingu gæðastjórnunar er hægt að hafa veruleg áhrif á ánægju viðskiptavina. Því má segja að gæðastarf, mælt í gegnum ánægju viðskiptavina, sé ein besta leiðin til að ná yfirburðum á markaði.

Fyrir menntastofnanir þýðir þetta að mikilvægt er að huga vel að gæðum þjónustu við nemendur og nota ýmsar leiðir til að mæla ánægju þeirra og hvernig stofnunin uppfyllir væntingar þeirra um námið.

Og þannig samtvinnast gæðastarf og markaðsstarf.

Heimildir:

Kotler, P. (1994), Marketing management, 8th Ed., Prentice Hall, Upper Saddle River.

Kotler, P. & Karen F.A. Fox (1995), Strategic marketing for educational institutions, Englewood Cliffs, NJ : Prentice-Hall.

One thought on “Gæðastarf og markaðsstarf – hver er tengingin?”

  1. Til hamingju með nýtt blogg 🙂
    Þegar maður skoðar aðferðafræðina við markaðssetningu; greiningu á þörfum og aðstæðum, markmiðasetningu, áætlun, framkvæmd og mat á árangri, þá finnst mér að við séum í raun að skoða gæðastjórnun. Svona amk ef maður gerir ráð fyrir að gæðastjórnun felist í öguðum vinnubrögðum sem miða að því að ná góðum árangri.
    Orðspor menntastofnana sem leggja sig fram við að koma til móts við nemendur sína spyrst út og vekur áhuga fleiri. Að sama skapi spyrst það líka út ef menntastofnanir eru að hellast úr lestinni á einhvern hátt.

Skildu eftir svar við Hildur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *